Nýjast á Local Suðurnes

Bílvelta á Reykjanesbraut

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Bíl­velta varð á Reykja­nes­braut­inni um miðjan dag í gær, bifreið sem var á leið úr Reykja­nes­bæ í átt til Reykja­vík­ur valt á veg­arkafl­an­um skömmu áður en veg­ur­inn verður ein­fald­ur. Bifreiðin snérist á hvolf en hélst þó á veginum.

Að sögn slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu voru fjór­ir í bíln­um og voru þeir all­ir flutt­ir á Land­spít­al­ann til skoðunar. Talið var að meiðsl þeirra væru minni hátt­ar.