Nýjast á Local Suðurnes

Staða skólastjóra laus til umsóknar

Suðurnesjabær óskar eftir að ráða skólastjóra Gerðaskóla. Mikilvægt er, samkvæmt auglýsingu, að viðkomandi búi yfir leiðtogahæfileikum, hafi viðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og sé tilbúinn að viðhalda öflugu skólasamfélagi í samvinnu við íbúa og starfsfólk skólans.

Gerðaskóli er 250 nemenda heilsueflandi grunnskóli sem vinnur eftir stefnunni Jákvæður agi með það að markmiði að allir fái tækifæri til að vera besta útgáfan af sjálfum sér í leik og starfi. 

Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst næstkomandi. Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl 2023.