Nýjast á Local Suðurnes

Útgerðarrisi í Grindavík segir upp 70 sjómönnum – “Tímasetningin er skelfileg”

Útgerðarfélagið Þorbjörn hf. í Grindavík hefur sagt upp öllum sjómönnum á línubátum félagsins, alls um sjötíu starfsmönnum. Aðeins mun vera um að ræða tæknilegt atriði, þar sem verið sé að endurskipuleggja alla ráðningasaminga fyrirtækisins. Allir starfsmennirnir fái nýjan samning um áramótin. Þetta kemur fram á vef DV. Um 160 sjómenn starfa hjá fyrirtækinu og er því að ræða tæplega helming af sjómönnum fyrirtækisins.

Vefmiðillinn hefur eftir ónafngreindum, ósáttum sjómanni að tímasetningin sé skelfileg, enda óvissutímar í gangi hjá sjómönnum um þessar mundir.

“Tímasetningin er skelfileg því það eru skrítnir tímar núna. Verkfall sjómanna er yfirvofandi og síðan eru kosningar á næsta leiti. Þetta lyktar af því að fyrirtækið sé að nýta sér óvissuna,“ segir ónefndur heimildarmaður DV.

Þorbjörn hf. hefði skilaði hagnaði upp á 210 milljónir króna á síðasta ári, sem mun hafa verið um helmingslækkun frá árinu 2014.