Nýjast á Local Suðurnes

Slæmar aðstæður farandverkafólks – “Græða á því að leigja þurfandi fólki ónýtt húsnæði”

Eitt af þeim húsum sem formaður VSFK og nágr. benti á - Mynd: Skjáskot/Já.is

Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur segir mörg hundruð manns búa við óviðunandi aðstæður á Suðurnesjum, aðallega sé um að ræða erlent vinnuafl, sem leigir húsnæði sem sé langt frá því að standast kröfur um mannabústaði. Þetta kemur fram í viðtali Fréttatímans við Kristján, tengil á viðtalið má finna hér fyrir neðan.

“Það er svo sem ekki við fyrirtækin sem ræður fólkið í vinnu að sakast, það er ekki alltaf á þeirra ábyrgð að útvega fólki húsnæði, heldur við einkaaðila sem græða á því að leigja þurfandi fólki ónýtt húsnæði,“segir Kristján.

Kristján hefur lagt til við Reykjanesbæ að skipaður verði starfshópur til að athuga hvort leyfi séu til staðar, hvort öryggismál séu í lagi og til að meta fjölda þessara híbýla. Hann segir erfitt að nálgast upplýsingar frá verkafólkinu því það sé hrætt við að missa húsnæðið.

Í umfjöllun Fréttatímans er farið um svæðið og hluti þess húsnæðis sem um ræðir skoðaður. Myndir og viðtal við Kristján má finna hér.