Nýjast á Local Suðurnes

Brú Emerald vill leggja ljósleiðara frá Grindavík að Ásbrú

Brú Emerald óskar eftir framkvæmdaleyfi til að leggja ljósleiðara með Nesvegi frá mörkum Grindavíkur að Hafnavegi  áfram að Ásbrú og einnig frá Nesvegi að Terryhúsi í landi HS-Orku. Þetta kom fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar.

Fram kemur í bréfi Skipulagsstofnunar að lagning ljósleiðara ekki háð mati á umhverfisáhrifum en skipulagsskyld og heimilt er að veita framkvæmdarleyfi á grundvelli aðalskipulags ef í því er gerð grein fyrir framkvæmdinni og fjallað á ítarlegan hátt um umfang, frágang, áhrif hennar á umhverfið og annað sem við á. Í núverandi aðalskipulagi er ekki um þetta að ræða en endurskoðun þess er í gangi og verður þetta tekið inn í hana.

Tekið var fram á fundinum að leyfi allra landeigenda liggji fyrir ásamt samþykkt Vegagerðarinnar. Framkvæmdaleyfi er því samþykkt.