Nýjast á Local Suðurnes

Lava Auto valin besta bílaleiga landsins

Bílaleigan Lava Auto var á dögunum valin besta bílaleiga landsins af ferðaþjónustufyrirtækinu Northbound og hlaut fyrirtækið viðurkenningu af því tilefni.

Northbound sérhæfir sig í sölu á ferðatengdri þjónustu og er í samstarfi við á þriðja tug bílaleiga, stórum sem smáum, og er valið byggt á staðfestum umsögnum og stjörnugjöf hundruða viðskiptavina fyrirtækisins á samfélagsmiðlum og ferðaþjónustuvefjum. Lava Auto var eina bílaleigan sem náði yfir 4,8 stjörnum að meðaltali af 5 mögulegum.

Davíð Páll Viðarsson, framkvæmdastjóri Lava Auto, tók við viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækisins og sagðist ánægður með árangurinn sem væri ekki síst frábæru starfsfólki að þakka.

“Ég er gríðarlega stoltur og ánægður með þessa viðurkenningu. Svona viðurkenning væri ekki fengin ef það væri ekki fyrir þeim frábæra mannauð sem að Lava Auto býr að. Við klárlega uppskerum því sem við sáum.”