Nýjast á Local Suðurnes

Opna hluta norður-suður brautar fyrir flugumferð í kvöld – Ljúka framkvæmdum í október

Hluti norður-suður flugbrautar Keflavíkurflugvallar verður opnaður á miðnætti í kvöld og munu þær flugvélar sem geta nýta sér það. Áætlað er að framkvæmdum við brautina ljúki um miðjan október, eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Verkið er þó á eftir áætlun, en unnið er í því að vinna tafirnar upp.

Þá hefur Isavia hafið mælingar á hljóðmengun á Keflavíkurflugvelli og er stefnt að því mögulegt verði að fylgjast með hljóðmælingum á flugvellinum á vefsíðu Isavia á rauntíma í vetur.

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að opnun brautarinnar í kvöld muni létta á austur-vestur brautinni, þó ekki geti allar vélar nýtt sér þetta stutta braut.

“Verkið er aðeins á eftir áætlun en það er verið að reyna að vinna það upp og enn er stefnt að því að opna norður-suður brautina um miðjan október. Hins vegar verður 1600 metra hluti norður suður brautarinnar opnaður á miðnætti í kvöld og það mun létta á austur-vestur brautinni. Full braut er 3.000 metrar og þetta dugar ekki fyrir allar flugvélar en þær sem geta notað hana munu nýta sér þetta.” Sagði Guðni.

“Mælingarnar eru þegar hafnar og við munum nota þær til þess að fylgjast með hljóðmengun frá flugi. Með þeim getum við gert tilraunir og breytingar á flugferlum og séð árangur af þeim og þá breytt flugferlum ef því er að skipta.

Lausnin sem verið er að innleiða og verður aðgengilega á vefnum okkar verður líklega komin upp í vetur en ekki er komin endanleg tímasetning.” Sagði Guðni.