Vörubifreið ók í veg fyrir flugvél á Keflavíkurflugvelli
Þota þurfti að hemla þegar vörubíll keyrði í veg fyrir hana á akstursbraut nýlega. Verið er að endurnýja norður-suður flugbrautina á vellinum og vörubíl sem var að flytja efni í brautina var ekið inn á akstursbraut sem flugvélar nota til að aka frá flugbraut og yfir að flugstöð.
Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag, þar kemur fram að ökumaður vörubílsins virðist ekki hafa gert flugturni vart við sig og flugmenn vélar sem var að koma eftir akbrautinni vissu því ekki af honum og þurftu að hemla snögglega til að lenda ekki í árekstri.