Nýjast á Local Suðurnes

Dregið úr gasmengun við gosstöðvarnar

Dregið hefur úr gasmengun frá eldgosinu við Litla-Hrút, en mikilvægt er að fólk dvelji ekki við gosstöðvarnar og fari eftir tilmælum almannavarna og viðbragðsaðila.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni, en þar segir einnig að unnið sé að uppsetningu gasmælitækja og veðurstöðvar í nágrenni eldgossins.

Þá er bent á að á vefsíðu Umhverfisstofnunar loftgaedi.is, sé að finna frekari upplýsingar.

Myndin sýnir áhrifasvæði gasmengunar miðað við nýjustu veðurspár. Textaspá fá finna hér og er spáin uppfærð þrisvar á sólarhring, kl. 11, 16 og 22:30. https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/