Nýjast á Local Suðurnes

“Gunni” er baneitrað og grjóthart viðurnefni

Bardagakappinn Gunnar Nelson er mættur til Rotterdam þar sem hann stígur á ný inn í UFC-búrið kvöld, en þá mun óskabarn þjóðarinnar í bardagaíþróttum mæta Rússanum Albert Tumenov. Það hefur löngum loðað við keppendur í hinum ýmsu bardagreinum að velja sér viðurnefni sem hræðir líftóruna úr mótherjunum, eða í það minnsta hræðir þá upp úr skónum, Gunnar Nelson er þar engin undantekning en kappinn hefur gripið sér hið hræðilega hræðandi viðurnefni “Gunni” til eignar.

Til gamans höfum við tekið saman nokkur extra hræðileg viðurnefni sem bardagakappar UFC nota og má glögglega sjá að ekkert þeirra hræðir nándar nærri því eins mikið og “Gunni” – Viðurnefnin má sjá á myndinni hér fyrir neðan, sem er hægt að stækka með einum músarsmelli.

ufc7