Nýjast á Local Suðurnes

Enn gult í kortum – Dimm él og líkur á eldingum

Veðurstofa gerir ráð fyrir suðvestan og sunnan 13-20 m/s og talsverðum éljagangi í dag og hefur gefið út gula veðurviðvörun.

Þá mun kólna í veðri og allvíða verður vægt frost seinnipartinn, samkvæmt spánni. Líkur eru á eldingum, segir á vef Veðurstofunnar.