Nýjast á Local Suðurnes

Glæsileg aðstaða fyrir yngstu kynslóðina í Krakkalandi – Myndir!

Í byrjun mánaðarins opnaði Krakkaland við Keilisbraut á Ásbrú. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða afþreyingu fyrir yngstu kyslóðina, en uppistaðan er hoppukastalar og allskyns leiktæki sem henta krökkum á aldrinum 2 – 12 ára.

Opnunartími Krakkalands er frá klukkan 17 – 19 alla virka daga og frá klukkan 13 – 18 um helgar. Á Facebook-síðu Krakkalands kemur fram að staðurinn sé tilvalinn undir barnaafmæli og er hægt að kaupa heildarpakka fyrir afmælisveislur, þar sem pizzur og annað góðgæti er í boði.

krakkaland2

krakkaland