Nýjast á Local Suðurnes

Arnór Ingvi og félagar áfram í Evrópudeildinni

Arnór Ingvi Traustason og félagar í Rapid Wien eru komnir áfram í Evrópudeildinni, þrátt fyrir 2-0 tap gegn slóvakíaska liðinu Trencin en Rapid vann fyrri leikinn, 4-0.

Arnór Ingvi þótti eiga góðan leik í kvöld, honum var þó skipt útaf á 83. mínútu.

Dregið verður í riðla á morgun og eru lið eins og Manchester United, Olympiacos og Feyenoord á meðal mögulegra mótherja Rapid Wien.