Nýjast á Local Suðurnes

Moss nálægt fyrstu Michelin stjörnunni

Veitingastaðurinn Moss, sem er staðsettur í Blue Lagoon Retreat, fimm stjörnu hóteli Bláa lónsins, var nálægt því að næla í Michelin stjörnu á Michelin Nordic-hátíðinni, sem haldin var í Þrándheimi í Noregi á dögunum.

Moss fékk þrjú pör af skeiðum og göfflum, en til útskýringar þá merkir eitt par af skeið og gaffal til að mynda þægileg veitingahús og fimm pör af skeiðum og göfflum merkja lúxus. Staðurinn fær því afar góða umsögn í Michelin guide, þar sem maturinn og umhverfið er lofað í hástert. Þar kemur einnig fram að matreiðslumenn staðarins komi flestir af stöðum sem hafi Michelin stjörnu.