Nýjast á Local Suðurnes

Sýning á Ljósanótt kom Hjalta Parelius á kortið – Gefur listaverk að andvirði 100.000 krónur

Listamaðurinn sem Hjalti Parelius segist aldrei hafa trúað því að hann ætti eftir að hafa listsköpun að aðalatvinnu þegar hann hélt sína fyrstu sýningu á Ljósanótt árið 2009. Hjalti segist ennfremur vera endalaust þakklátur þeim sem hafa stutt hann síðastliðin ár og hefur ákveðið að gefa listaverk að andvirði 100.000 krónur í tilefni af Ljósanótt.

Hægt er að taka þátt í leiknum með því að heimsækja Facebook-síðu Hjalta og fara eftir þeim leiðbeiningum sem þar eru gefnar. Vinningshafi verður svo dreginn úr potti þegar flugeldunum verður skotið upp á Ljósanótt, þann 2. september næstkomandi.

“Ég er endalaust þakklátur ykkur sem hafið stutt mig síðastliðin 8 ár. Aldrei hefði ég trúað því þegar ég opnaði mína fyrstu sýningu á ljósanótt 2009 að 8 árum seinna væri ég að mála að atvinnu með annan fótinn í þýskalandi.” Segir Hjalti á Facebook-síðu sinni.

“Því miður verð ég ekki með sýningu á Ljósanótt en ástæðan er sú að ég á mjög lítið til af lausum verkum svo síðastliðið ár hefur farið i að mála seld verk og undirbúa sýningu í Berlín.” Segir Hjalti einnig á Facebook.