Nýjast á Local Suðurnes

Stelpur rokka! með rokksumarbúðir í Reykjanesbæ

Stelpur rokka! verða nú í fyrsta skipti í sumar með rokksumarbúðir á Ásbrú fyrir 12 til 16 ára stelpur á Suðurnesjum. Rokksumarbúðirnar verða með svipuðu sniði og þær sem hafa farið fram í Reykjavík og á Akureyri.

Þátttakendur læra á hljóðfæri, spila saman í hljómsveit, taka þátt í spennandi vinnusmiðjum, fá tónleikaheimsókn frá farsælum tónlistarkonum og flytja í lokin frumsamið lag á glæsilegum lokatónleikum fyrir framan fullan sal fjölskyldu og vina.

Rokkbúðirnar vera haldnar frá 10 til 17 alla dagana, frá fimmtudegi til sunnudags.

Auglýsing: Þú heyrir stelpur rokka hér – það er nokkuð pottþétt!

Viðmiðunarþátttökugjald eru 20.000 krónur en engri stelpu er vísað frá sökum fjárskorts. Frí og niðurgreidd pláss eru í boði, segir á heimasíðu Stelpur Rokka! – Lesa meira um valfrjáls þátttökugjöld.

Innifalið er 28 klukkutíma dagskrá sem skiptist í hljóðfæratíma, hljómsveitaæfingar, vinnusmiðjur, hópeflisleiki, tónleikaheimsóknir, hádegishlé, síðdegishressingu og glæsilega lokatónleika.

Engin hljóðfærakunnátta er nauðsynleg til að skrá þátttöku.