Nýjast á Local Suðurnes

Rafmagnshlaupahjól og bifreið í árekstri – Lögregla leitar vitna

Lög­regl­an á Suður­nesj­um leit­ar vitna að árekstri sem varð þegar raf­magns­hlaupa­hjól og bif­reið lentu sam­an á Hafn­ar­götu í Reykja­nes­bæ miðviku­dag­inn 10. júní.

Að sögn lög­reglu átti óhappið sér stað á þeim stað sem rauði hring­ur­inn merk­ir á meðfylgj­andi ljós­mynd.

Óskar lög­regl­an eft­ir því að þeir sem hafi vitn­eskju um málið sendi henni skila­boð á Facebook eða hafi sam­band í gegn­um síma.