Ærslabelgur eyðilagður
Svokallaður ærslabelgur við félagsmiðstöðina 88 húsið í Reykjanesbæ er ónýtur eftir að skemmdir voru unnar á honum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Tjónið metið á tvær milljónir króna.
Í tilkynningunni segir að nokkuð hafi verið um skemmdarverk og þjófnaði í umdæminu á síðustu dögum.