Nýjast á Local Suðurnes

Guðmundur í stað Bjarna hjá Njarðvík

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur í knattspyrnu er kominn í tímabundið veikindaleyfi að læknisráði vegna brjóksloss í hálsi sem hann hefur verið að glíma við síðustu vikur.

Í ljósi aðstæðna hefur stjórn deildarinnar komist að samkomulagi við Guðmund Steinarsson um að koma inn í þjálfarateymið út tímabilið. Guðmundur var hjá Njarðvík frá árinu 2013 til ársins 2016, fyrst sem spilandi aðstoðarþjálfari og síðar aðalþjálfari.