Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar með nýstárlega fjáröflun – Við tökum þátt og gefum dróna!

Knattpyrnudeild Njarðvíkur hefur sett í gang nýstárlega fjáröflun til að styðja við rekstur deildarinnar, sem verður dýrari með hverju árinu sem líður. Fjáröflunin stendur yfir til loka mánaðarins og fer fram á Facebook.

Það var Jón Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Njarðvíkur sem hóf leikinn og hugmyndin er sú að fyrir hvert like á viss innlegg fólks á Facebook, greiðir sá sem setur innleggið inn 10 krónur og fyrir hvert komment 15 krónur, til knattspyrnudeildarinnar. Þessi fjáröflun fer fram hjá hverjum aðila í sólarhring – Nánari lýsingu á því hvernig fjáröflunin gengur fyrir sig má finna neðst í fréttinni (í innleggi Jóns,) en stefnt er að því að láta fjáröflunina ganga út mánuðinn.

Suðurnes.net mun að sjálfsögðu taka þátt í þessu átaki Njarðvíkinga, þannig að næsta sólarhringinn eða svo mun hvert like á færsluna hér fyrir neðan skila Njarðvíkingum 10 krónum í kassann og hver ummæli 15 krónum. Að auki ætlum við að gefa einum heppnum like-ara, kommentara eða deilara eitt stykki mini-dróna að verðmæti 12.900 krónur frá vinum okkar á Tilboð24.is – Þannig að nú er um að gera að deila, like-a eða kommenta!