Nýjast á Local Suðurnes

Loka Reykjanesbraut við Aðalgötu í tvær vikur vegna framkvæmda

Til stendur að malbika hringtorg sem unnið er við á Reykjanesbraut næstkomandi föstudag, 11. ágúst. Um er að ræða þann hluta framkvæmdanna sem er á gatnamótum Aðalgötu og Reykjanesbrautar. Að malbikunarframkvæmdum loknum mun verktaki loka þessum gatnamótum í um tvær vikur og verður því ekki hægt að komast upp á Reykjanesbraut (eða af) á meðan á þessari lokun stendur.

Gatnamót Þjóðbrautar verða óbreytt þar til þessum verkhluta er lokið.