Fjarlægja jólatré í næstu viku

Reykjanesbær fjarlægir jólatré dagana 9. – 12. Janúar næstkomandi, íbúum að kostnaðarlausu.
Íbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru beðnir um að setja trén út fyrir lóðamörk, með nágrannatrjám ef þess er kostur. Ganga þarf frá trjánum þannig að þau geta ekki fokið.
Athugið að jólatré verða ekki fjarlægð af Reykjanesbæ eftir 12. Janúar, segir í tilkynningu.