Fækkað í landsliðshópnum í körfunni – Njarðvíkingar detta úr hópnum
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik heldur til Rússlands, Ungverjalands og Litháen þar sem leiknir verða síðustu æfingaleikirnir fyrir lokamót EuroBasket2017, sem hefst í lok mánaðarins. Karfan.is greinir frá því að 15 manna hópur hafi verið valinn til fararinnar. Njarðvíkingarnir Kristinn Pálsson og Ragnar Ágúst Nathanaelsson falla úr hópnum að þessu sinni.
Hópurinn sem leikur æfingaleikina er skipaður eftirfarandi leikmönnum:
Axel Kárason · Tindastóll
Brynjar Þór Björnsson · KR
Elvar Már Friðriksson · Barry University, USA
Haukur Helgi Pálsson · Cholet Basket , Frakklandi
Hlynur Bæringsson · Stjarnan
Hörður Axel Vilhjálmsson · Astana
Jón Arnór Stefánsson · KR
Kristófer Acox · KR
Logi Gunnarsson · Njarðvík
Martin Hermannsson · Châlon-Reims, Frakklandi
Ólafur Ólafsson · Grindavík
Pavel Ermolinskij · KR
Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll
Tryggvi Snær Hlinason · Valencia
Ægir Þór Steinarsson · San Pablo Inmobiliaria Burgos, Spáni