Nýjast á Local Suðurnes

Ræða mikilvægi Keflavíkurflugvallar á morgunfundi

Isavia boðar til morgunfundar á morgun, 29. janúar, á Reykjavik Hilton Nordica. Fundurinn hefst klukkan 8:30. Á fundinum verður kynnt farþegaspá Keflavíkurflugvallar fyrir árið 2019 og rætt um mikilvægi flugvallarins, flugrekstrar og öflugs samstarfs í íslensku efnahagslífi.

Boðið verður uppá kaffi og létta morgunhressingu.

Dagskrá:
Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, setur fundinn

FARÞEGASPÁ 2019
Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Isavia á Keflavíkurflugvelli

STERKARI SAMAN
Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu

Fundarstjóri er Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia

Fundurinn verður í beinni útsendingu á www.isavia.is