Nýjast á Local Suðurnes

Nettó átti Árangusríkustu auglýsingaherferðina á síðasta ári

Verslun Nettó við Krossmóa

Íslensku auglýsingaverðlaunin voru veitt við hátíðlega at­höfn á Reykjavík Hilton Nordica í gærkvöld, en um er að ræða nokkurskonar árshátíð markaðs- og auglýsingafólks þar sem það besta og flottasta sem gerst hefur í auglýsingum á liðnu ári er verðlaunað.

Viðurkenningin ÁRAN, Árangursríkasta auglýsingaherferðin 2018, var veitt á ráðstefnunni í gær og varð Nettó á netinu – Samkaup hlutskörpast og hlaut verðlaunin að þessu sinni. Verkefnið var unnið í samstarfi við H:N Markaðssamskipti.

Netverslun Nettó hefur vaxið ört frá því að henni var hleypt af stokkunum fyrir tæplega tveimur árum síðan í gegnum markaðstorgið aha.is. Fyrirtækið stefnir á mikinn vöxt næstu árin í takt við aukin matarinnkaup landsmanna á netinu.