Nýjast á Local Suðurnes

WOW-air flýgur til Brussel – Fjórar ferðir í viku allan ársins hring

Lággjaldaflugfélagið WOW-air hefur hafið sölu á flug­sæt­um til Brus­sel í Belgíu, en flug­fé­lagið mun hefja áætl­un­ar­flug þangað 2. júní á næsta ári. Flogið verður til Brus­sel allan ársins hring, fjór­um sinn­um í viku; á mánu­dög­um, miðviku­dög­um, föstu­dög­um og sunnu­dög­um.

Áfangastaðir WOW-air eru nú 31 tals­ins, 23 inn­an Evr­ópu en átta tals­ins í Norður-Am­er­íku. Stutt er síðan nýr áfangastaður á Írlandi, Cork, bætt­ist við ört stækk­andi leiðakerfi WOW air.