Nýjast á Local Suðurnes

Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli kynntu sér öryggisatriði F-15 flugvéla – Myndband!

Slökkviliðsmenn Isavia á Keflavíkurflugvelli fengu á dögunum þjálfun og kynningu á öryggisatriðum varðandi F-15 þotur bandaríska flughersins, sem sinnir öryggisgæslu hér við land á vegum NATO um þessar mundir.

Þjálfunin var á vegum Spangdahlem herstöðvarinnar í Þýskalandi og ef eitthvað er að marka meðfylgjandi myndband sem birt er á Fésbókar-síðu þeirra Spangdahlem-manna þá eru menn þar á bæ afar ánægðir með þá þjónustu sem þeir fá á Keflavíkurflugvelli. Á Fésbókar-síðunni má einnig finna fjölda ljósmmynda frá starfi hermannana hér á landi.