Nýjast á Local Suðurnes

Um 135 ítalskir hermenn mættir í loftrýmisgæslu – Sjáðu myndirnar!

Hópur um 135 liðsmanna ítalska flug­hers­ins mun sjá um loftrýmisgæslu hér við land næstu vikurnar og nota til þess sex F-35 herþotur. Hópurinn mætti hingað til lands í dag, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem ítalski herinn birti á fésbókar-síðu sinni.

Liðsmenn flug­hers­ins fóru í 14 daga sótt­kví, lækn­is­skoðun og skimun áður en þeir komu til lands­ins og fóru svo aft­ur í 14 daga sótt­kví við kom­una til lands­ins, að því er fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar.

 

Fleiri myndir og tengla á nánari umfjöllun NATO um komu ítalanna til landsins má finna hér fyrir neðan: