Nýjast á Local Suðurnes

Sjaldséður gestur dregur að sér ljósmyndara

Sjaldgæfur flækingur, Bognefur eða Glossy Ibis upp á engilsaxnesku, hefur dregið fuglaáhugafólk og -ljósmyndara að tjörninni í Innri-Njarðvík undanfarna daga, en segja má að stanslaus straumur fólks hafi legið á svæðið.

Guðmundur Falk, ljósmyndari, sagði í spjalli við blaðamann að tegundin hafi sést áður hér á svæðinu, en langt væri þó á milli ferðalaga fuglsins hingað til lands. Einn hafi til að mynda verið á ferðinni í Sandgerði í fyrra sem stoppaði stutt.

Mynd: Guðmundur Falk