Nýjast á Local Suðurnes

Tafir á framkvæmdum við hringtorg á Reykjanesbraut – Þjóðbraut lokuð við Smiðjuvelli

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Tafir hafa orðið á framkvæmdum við gerð hringtorga á Reykjanesbraut, en verkinu átti samkvæmt útboðsgögnum að verða lokið þann 15. september síðastliðinn. Samkvæmt vef Vegaerðarinnar eru áætluð verklok nú um miðjan október.

Þá er Þjóðbraut nú lokuð ofan Smiðjuvalla, en eðlileg umferð er á hringtorgi við Aðalgötu. Hjáleið fyrir Þjóðbraut er um Smiðjuvelli og Aðalgötu, eða Grænásveg.