Nýjast á Local Suðurnes

Sólmundur heldur tónleika í Hljómahöll – Stendur fyrir hópfjármögnun á útgáfu plötu

Sólmundur Friðriksson fagnar útgáfu sinnar fyrstu sólóplötu með útgáfutónleikum í Hljómahöll á fimmtugsafmæli sínu þann 29. september næstkomandi. Sólmundur stendur um þessar mundir fyrir hópfjármögnun á útgáfu plötunnar á vef Karolinafund.

Sólmundur er tónlistarmaður sem hefur verið búsettur í Keflavík um árabil. Hann hefur gegnum árin leikið sem bassaleikari í hljómsveitum og einnig komið fram sem söngvari. Allt efni plötunnar, bæði lög og textar, er eftir Sólmund og fóru upptökur fram nú í sumar.

“Mig hefur lengi dreymt um að gefa út mína eigin tónlist. Á síðasta ári hófst svo ævintýrið með undirbúningi verkefnisins „Söngur vonar“. Upptökum er nú lokið og allt í einu hillir undir fæðingu minnar eigin sólóplötu, sem ekki fyrir svo löngu var aðeins fjarlægur draumur.” Segir Sólmundur á vef Karolinafund.

Hægt er að lesa meira um hópfjármögnunina á vef Karolinafund.