Heiðarskóli sigraði í Skólahreysti
Heiðarskóli í Reykjanesbæ hafði sigur úr býtum eftir harða keppni í Skólahreysti á laugardag. Aðeins munaði hálfu stigi á fyrsta og öðru sæti, en þar lenti Laugalækjaskóli. Í þriðja sæti var síðan Flóaskóli.
Sigurlið Heiðarskóla skipuðu Jana Falsdóttir og Kristófer Máni Önundarson (hraðaþraut), Heiðar Geir Hallsson (upphífingar og dýfur) og Emma Jónsdóttir (armbeygjur og hreystigrip).