Nýjast á Local Suðurnes

Sveindís yfirgefur Keflavík

Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji Keflavíkur, mun væntanlega ganga til liðs við Val eða Breiðablik á láni fyrir næsta tímabil. Þetta kemur fram í þætti dagsins í Heimavellinum á Fótbolta.net.

Sveindís er samningsbundin Keflavík til 2021 en hún gerði nýjan samning við félagið um helgina. Eftir fall Keflavíkur úr Pepsi Max-deildinni er ljóst að hún fer á lán næsta sumar.

„Það er eitthvað til í þessu,” sagði Sveindís í Heimavellinum aðspurð hvort hún sá á leið í Val eða Breiðablik á láni. „Ég vil fara í þessi stóru lið, komast í liðið og bæta mig með góðum fótboltastelpum.”