Nýjast á Local Suðurnes

Skutlari stöðvaður tvívegis

Er­lend­ur ökumaður sem lög­regl­an á Suður­nesj­um stóð að því að flytja farþega gegn gjaldi um helg­ina reynd­ist ekki hafa öku­rétt­indi til farþega­flutn­inga í at­vinnu­skyni. Þá var hann ekki með skráð dval­ar­leyfi hér á landi.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu lög­reglu að maður­inn hafi verið að aka frá Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar með farþega í bif­reiðinni þegar lög­regla stöðvaði hann. Þegar hann gat ekki fram­vísað til­skild­um leyf­ispapp­ír­um var hann hand­tek­inn og flutt­ur á lög­reglu­stöð þar sem tek­in var af hon­um skýrsla.

Þetta er í annað sinn á ár­inu sem maður­inn er staðinn að slík­um verknaði.