Nýjast á Local Suðurnes

Rafn og Snorri hættir með Njarðvík

Rafn Markús Vil­bergs­son þjálf­ari og Snorri Már Jóns­son aðstoðarþjálf­ari hafa sagt upp samn­ingi sín­um sem þjálf­ar­ar meist­ara­flokks karla hjá Njarðvík í knatt­spyrnu eft­ir þrjú ár í starfi hjá fé­lag­inu. Þetta kem­ur fram á heimasíðu Njarðvík­ur.

Und­ir þeirra stjórn hafnaði Njarðvík í neðsta sæti In­kasso-deild­ar­inn­ar á síðustu leiktíð og spil­ar því í 2. deild á næsta tíma­bili.