Nýjast á Local Suðurnes

Gunnar Þórarinsson og Róbert Ragnarsson á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi

Listi Viðreisnar í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara í haust verður birtur á morgun, að því er heimildir Suðurnes.net herma. Jóhannes Albert Kristbjörnsson verður efstur Suðurnesjamanna á listanum, en hann mun skipa 2. sætið eins og greint var frá í gær.

Samkvæmt sömu heimildum mun Gunnar Þórarinsson, oddviti Frjáls afls og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ skipa 4. sæti listans og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í Grindavík mun skipa 18. sætið. Jóna Sólveig Elínardóttir frá Vík í Mýrdal mun leiða listann í fyrsta sæti og Ingunn Guðmundsdóttir frá Selfossi mun vera í því þriðja.

Suðurnesjamaður mun einnig skipa 9. sæti listans, en ekki fékkst upp gefið hver muni hljóta það sæti. Heimildir Suðurnes.net herma einnig að nokkrir Suðurnesjamenn til viðbótar muni skipa listann, en þeir munu vera neðarlega á honum.

Flokkurinn hefur verið á uppleið í skoðanakönnunum og mældist með 12,2% fylgi á landsvísu í síðustu könnun Gallup.

Uppfært kl. 23.39

Hér fyrir neðan er að finna listann, sem staðfestur er af stjórn Viðreisnar. Listinn er skipaður konum og körlum til jafns.

1. Jóna Sólveig Elínardóttir, aðjúnkt, Mýrdalshreppi
2. Jóhannes Albert Kristbjörnsson, lögmaður, Reykjanesbæ
3. Ingunn Guðmundsdóttir, deildarstjóri, Selfossi
4. Gunnar Þórarinsson, viðskiptafræðingur, Reykjanesbæ
5. Kristín María Birgisdóttir, kennari, Grindavík
6. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, jarðfræðingur, Eyrarbakka
7. Þóra Ingimundardóttir, framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu, Suðursveit
8. Skúli Kristinn Skúlason, sjómaður, Þorlákshöfn
9. Júlía Jörgensen, stjórnmálafræðingur, Reykjanesbæ
10. Haukur Már Stefánsson, verkfræðingur, Hveragerði
11. Sigurbjörg Björgvinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Selfossi
12. Skúli Thoroddsen, lögmaður, Reykjanesbæ
13. Guðbjörg Ingimundardóttir, sérkennari, Reykjanesbæ
14. Arnar Páll Guðmundsson, viðskiptafræðingur, Reykjanesbæ
15. Þórunn Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, Reykjanesbæ
16. Agnar Guðmundsson, tölvunarfræðingur, Reykjanesbæ
17. Iwona Zmuda Trzebiatowska, starfsmannastjóri, Vík i Mýrdal
18. Róbert Ragnarsson, stjórnmálafræðingur, Grindavík
19. Heiða Björg Gústafsdóttir, sjúkraliði og hjúkrunarfræðingur, Reykjanesbæ
20. Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri, Selfoss