Bílvelta á Reykjanesbraut – Ekki alvarleg meiðsl á fólki

Bílvelta varð á Reykjanesbrautinni um klukkan hálf tólf í gærkvöldi við Kúagerði. Þrír voru í bílnum og er að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum ekki talið að alvarleg meiðsl hafi orðið á fólki.
Unnið er að rannsókn á slysstað, en umferð um Reykjanesbrautina gekk greiðlega fyrir sig, segir á vef mbl.is.