Nýjast á Local Suðurnes

Aðgerðastjóri Rescue Canada kennir hjá Keili

Adam Laurie kennir straumvantsbjörgun í leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku á vegum Keilis og Thompson Rivers University (TRU).

Adam hefur mikla ástríðu fyrir ám og vatnasporti og hefur kennt straumvatnsbjörgun í sjö ár, auk þess að vera virkur sjálfboðaliði í hjálparsveitum í Kanada undanfarin sextán ár. Hann er núverandi aðgerða- og samhæfingastjóri Rescue Canada.

Allt frá sundi yfir í kajakróður, þá eru ár og vötn annað heimil Adams. Hvort heldur sem hann er að kenna ungu fólki öryggis- og varúðarráðstafanir í nálægð við ár eða bæta við reynslubanka fólks í krefjandi straumvatnsám, ánægja og gleði hans er sú sama þegar kemur að fræðslu um ár og vötn.

Straumvatnsbjörgun er vikulangt námskeið og hluti af átta mánaða háskólanámi fyrir leiðsögumenn í ævintýraferðamennsku á vegum Keilis og TRU. Námskeiðið fer fram í Tungufljóti á Suðurlandi og fer fram í apríl og september á þessu ári. Nánari upplýsingar um námið má nálgast á www.adventurestudies.is