Nýjast á Local Suðurnes

Margrét í metnaðarfullt þjálfaranám á vegum FIBA

Á næstunni heldur körfuknattleiksþjálfarinn Margrét Sturlaugsdóttir til Svartfjallalands þar sem hún mun sækja FECC þjálfaranámið. FECC stendur fyrir FIBA Europe Coaching Certificate og er mjög metnaðarfullt þjálfaranám á vegum FIBA Europe sem spannar þrjú sumur og mun Margrét því klára námið árið 2019, ef allt gengur að óskum.

Einungis fimm íslenskir þjálfarar hafa útskrifast með FECC þjálfaragráðuna og var Njarðvíkingurinn Einar Árni Jóhannsson, sem nú þjálfar lið Þórs Þorlákshöfn, sá fyrsti, en hann útskrifaðist árið 2011.