Nýjast á Local Suðurnes

Arnór Ingvi átti stóran þátt í meistaratitli Norrköping

Arnór Ingvi Traustason varð um helgina Svíþjóðarmeistari með liði sínu Norrköping.  Arnór átti stóran þátt í sigri félagsins en hann lék nær alla leiki liðsins á tímabilinu og skoraði sjö mörk.  Hann átti að auki tíu stoðsendingar og var þar efstur í blaði í deildinni ásamt öðrum leikmanni.

Arnór Ingvi er fæddur árið 1993 og er 22 ára.  Hann lék með meistarafloki Keflavíkur á árunum 2010-2013 og lék 52 leiki í efstu deild og skoraði tíu mörk.  Auk þess lék hann fjóra bikarleiki.  Arnór Ingvi hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og hefur undanfarið verið fastamaður í U-21 árs landsliðinu.  Hann lék sem lánsmaður með norska liðinu Sandnes Ulf árið 2012 en gekk svo til liðs við Norrköping ári seinna.