Nýjast á Local Suðurnes

Flottur endurkomusigur Þróttar – Unnu C-deild Fótbolta.net mótsins

Þróttur Vogum er sigurvegari C-deildar Fótbolta.net mótsins eftir frábæran endurkomusigur á útivelli gegn Kára í Akraneshöllinni á föstudagskvöld.

Heimamenn í Kára komust í 2-0 á fyrsta hálftíma leiksins, en þá tóku Þróttarar við sér og unnu að lokum 3-2 sigur. Það voru þeir Lars Óli Jessen, Aron Elfar Jónsson og Andri Magnússon sem skoruðu mörk þróttara.

Þróttarar hafa verið á mikilli siglingu í knattspyrnunni síðasta árið eða svo og munu leika í 3ju deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar eftir frábæran árangur í fyrra.