Nýjast á Local Suðurnes

Fengu þrjár lóðir eftir drátt

Afgreiðslunefnd byggingamála í Grindavíkurbæ kom saman þann 24. janúar síðastliðinn, en nokkrar lóðaúthlutanir voru til meðferðar hjá nefndinni á fundinum.

Þannig vildi til að þessu sinni að tveir aðilar sóttu um þrjár lóðir við Víkurhóp og fór fram spiladráttur um lóðirnar að viðstöddum báðum umsækjendum. H.H. Smíði datt í lukkupottinn að þessu sinni og fékk öllum lóðunum þremur úthlutað að drætti loknum.