Nýjast á Local Suðurnes

Stefnt á að nýr skóli taki til starfa í Innri-Njarðvík árið 2017

Færanlegar skólastofur við Akurskóla

Fræðsluráð Reykjanesbæjar tók fyrir erindi frá Foreldrafélagi Akurskóla um framtíðarstöðu skólahalds í Innri Njarðvík á fundi sínum þann 25. september síðastliðinn, en um 480 nemendur eru við nám í Akurskóla á yfirstandandi skólaári og hefur þurft að breyta húsnæði skólans töluvert undanfarin ár svo það dugi fyrir þennan fjölda.

Fræðslustjóri skýrði frá hugmyndum um að vinna að málinu með íbúum hverfisins og í fræðsluráði auk þess sem fram kom að undirbúningur er hafinn og stefnt verður að því að nýr skóli taki til starfa haustið 2017.