Nýjast á Local Suðurnes

Geta ekki boðið eldri borgurum upp á heitan mat í hádeginu

Grindavíkurbær getur ekki, að svo stöddu, haldið áfram að þjónusta eldri borgara með niðurgreiðslu á mat, þar sem ekki er mögulegt að starfrækja mötuneyti í Víðihlíð. Boðið hefur verið upp á þjónustuna frá því snemma árs, en um tilraunaverkefni var að ræða þar sem eldri borgurum í Grindavík var boðið upp á heitar máltíðir í hádeginu á 1.000 krónur.

Fram kom á síðasta fundi bæjarráðs að þar sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur ekki samþykkt áframhaldandi leigu á eldhúsinu í Víðihlíð á sambærilegum forsendum og eru í núverandi samkomulagi er ekki mögulegt að bjóða upp á þjónustuna.