Nýjast á Local Suðurnes

Stórt tap hjá Grindavík í Garðabæ

Stjarnan vann stórsigur, 5-0, á Grindvíkingum í 12.umferð Pepsi-deildarinnar í gærkvöldi. við tapið duttu Grindvíkingar niður í 3. sæti deildarinnar, en liðið er með 21 stig, jafn mörg og Stjarnan, en lakari markatölu.

Fyrsta markið kom strax eftir 45 sekúndur og var umdeilt, þar sem Grindvíkingar töldu að brotið hafi verið á markverði sínum í aðdragandanum. Þrjú mörk heimamanna á tólf mínútna kafla snemma í síðari hálfleik sáu til þess að vonir Grindvíkinga um stig í leiknum urðu að engu. Síðasta mark Stjörnumanna kom svo þegar um 10 mínútur voru til leiksloka.