Nýjast á Local Suðurnes

Inkasso-deildin: 10. jafntefli Keflvíkinga – Tap hjá Grindavík í toppslagnum

Hörður Sveinsson skoraði bæði mörk Keflvíkinga í jafntefli gegn Þór frá Akureyri í Inkasso-deildinni í dag. Þetta var 10. jafntefli Keflvíkinga í deildinni í sumar. Leikurinn sem fram fór á Nettó-vellinum skipti litlu máli fyrir liðin, enda þegar orðið ljóst að hvorugt liðið myndi ná að skáka KA og Grindavík, sem þegar hafa tryggt sér sæti í Pepsí-deildinni að ári.

Og það voru einmitt KA og Grindavík sem léku á Akureyri í dag. Fyrir leikinn áttu Grindvíkingar möguleika á að ná efsta sætinu af fyrrnenda liðinu, en 2-1 tap gerði þær vonir að engu. Andri Rúnar Bjarnason skoraði mark Grindvíkinga á 43. mínútu.