Nýjast á Local Suðurnes

Staðan orðin alvarleg hjá Njarðvíkingum

Njarðvíkingar eru komnir í bullandi fallbaráttu í annari deildinni í knattspyrnu eftir 0-2 tap gegn Hetti á Njarðtaks-vellinum í dag. Liðið er í næst neðsta sæti með 11 stig eftir 12 leiki en liðið hefur aðeins skorað 10 mörk í þessum 12 leikjum en fengið á sig 24.

Leikurinn í dag var lítið fyrir augað, það voru gestirnir sem voru skrefinu á undan nær allan leikinn en Njarðvíkingar fengu þó gullið tækifæri til að komast yfir snemma leiks þegar þeir misnotuðu vítaspyrnu.

Það voru svo leikmenn Hattar sem skoruðu mörkin tvo sem skildu liðin að í síðari hálfleik.