Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar töpuðu gegn Þrótti

Möguleikar Grindvíkinga á sæti í Pepsí-deildinni að ári eru nánast orðnir að engu eftir 2-0 tap gegn Þrótti. Liðið er í 6. sæti deildarinnar með 24 stig, 12 stigum frá sæti í Pepsí-deildinni.

Bæði lið léku skemmtilegan sóknarbolta en sigur Þróttara var þó verðskuldaður, liðið skoraði mörkin tvö með stuttu millibili um miðjan síðari hálfleik.