Nýjast á Local Suðurnes

Reyndi að villa um fyrir lögreglu

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í fyrrinótt reyndist vera aðeins sextán ára gamall og því ökuréttindalaus. Hann reyndi fyrst að villa um fyrir lögreglu með því að veita rangar upplýsingar um sig en hann reyndist hafa tekið bifreiðina sem hann ók í leyfisleysi. Forráðamönnum hans var gert viðvart um tiltækið sem jafnframt var tilkynnt barnaverndaryfirvöldum.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um fíkniefnaakstur. Farþegi í annarri bifreiðinni var með meint kannabis í fórum sínum. Loks reyndist einn ökumaður aka sviptur ökuréttindum og annar var grunaður um ölvunarakstur.