Embætti forstjóra laust til umsóknar

Heilbrigðisráðuneytið hefur auglýst embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja laust til umsóknar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja veitir almenna heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæmi Suðurnesja sem nær yfir Suðurnesjabæ, Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ og Sveitarfélagið Voga.
Þá annast stofnunin starfsnám í heilbrigðisgreinum og starfar í tengslum við háskóla á sviði fræðslumála heilbrigðisstétta og rannsókna í heilbrigðisvísindum.