Nýjast á Local Suðurnes

Embætti forstjóra laust til umsóknar

Heil­brigðisráðuneytið hef­ur aug­lýst embætti for­stjóra Heil­brigðis­stofn­un­ar Suður­nesja laust til um­sókn­ar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ing­u frá heil­brigðisráðuneyt­inu. Heil­brigðis­stofn­un­ Suður­nesja veit­ir al­menna heil­brigðisþjón­ustu í heil­brigðisum­dæmi Suður­nesja sem nær yfir Suður­nesja­bæ, Reykja­nes­bæ, Grinda­vík­ur­bæ og Sveit­ar­fé­lagið Voga.

Þá ann­ast stofn­un­in starfs­nám í heil­brigðis­grein­um og starfar í tengsl­um við há­skóla á sviði fræðslu­mála heil­brigðis­stétta og rann­sókna í heil­brigðis­vís­ind­um.